Hengifoss

Velkomin að Hengifossi

Njóttu lífsins við Lagarfljót

Hengifoss er einn hæsti foss landsins, mælist 128 m frá fossbrún og að botni hins stórfenglega gljúfurs. Bergveggirnir í gljúfrinu sýna ólík jarðlög frá eldgosum á tertíertíma jarðsögunnar þegar Ísland var að myndast. Það tekur um 40-60 mínútur að ganga frá bílastæði að fossinum. Á leiðinni er annar magnaður foss sem heitir Litlanesfoss. Sá er krýndur stuðlabergi sem er með því hærra á landinu og einstaklega myndrænt.

Ofanvert Hérað er þekkt fyrir fjölda náttúrudjásna og sögustaða. Í grennd við Hengifoss finnurðu fjölbreytta gistimöguleika, frábæra veitingastaði og afþreyingu. Upplýsingar um þetta allt er að finna hér á síðunni.
© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: