MATARÆVINTÝRI Á

UPPHÉRAÐI

Velkomin á upphéraðið!

Upphéraðið er frjósamt og þess sér stað í matargerð og framleiðslu svæðisins. Ef þú átt leið um Hallormsstað og nágrenni skaltu reyna að bragða á vörum og réttum sem byggja á austfirsku hráefni.

Sauðagull

Sauðagull framleiðir vörur úr sauðamjólk, s.s. konfekt, ost og frískandi ís sem m.a. er hægt að kaupa í matarvagninum við Hengifoss.

Hótel hallormsstaður

Hótel Hallormsstaður rekur tvo veitingastaði þar sem hægt er að smakka íslenska lambakjötið matreitt á fjölbreyttan máta.

Móðir jörð

Móðir Jörð í Vallanesi er elsta lífræna býli landsins og á kaffihúsinu er boðið upp á grænmetishlaðborð.

KLausturkaffi

Klausturkaffi á Skriðuklaustri er heimsfrægt fyrir sína lerkisveppasúpu og hrútaberjaskyrköku.

Óbyggðasetrið

Á Óbyggðasetrinu er bökuð ljúffeng hjónabandssæla með safaríkri sultu úr rabarbaragarði býlisins.

Holt og Heiðar

Holt og heiðar hafa skapað sér nafn fyrir birkisíróp, sultur og fleiri afurðir sem seldar eru víða um land en þú getur einnig keypt hér á upprunastað.

Könglar

Könglar framleiða óáfenga drykki úr jurtum sem eru handtíndar í dalnum. Þeir eru seldir á völdum veitingastöðum.
© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: