Tröllkonustígur

  • Hengifoss Trollkonustigur 01

  • Hengifoss Trollkonustigur 02

  • Hengifoss Trollkonustigur Cairns 01

  • Hengifoss Trollkonustigur Cairns 02

Um Tröllkonustíg

Tröllkonustígur við Végarð er í 41 km. aksturleið frá Egilsstöðum. Ekið er um þjóðveg 1 frá Egilsstöðum áleiðis til Hallormsstaðar. Beygt til hægri yfir Grímsárbrú eftir Upphéraðsvegi (931) og ekið í gegnum Hallormsstað og áfram yfir brúna yfir Jökulsá (við botn Lagarfljóts). Beygt er til vinstri á næstu gatnamótum, ekið framhjá Skriðuklaustri og inn í Végarð.

Göngubyrjun er á tjaldstæði við Végarð ( N65° 01.561 - W14° 58.334) við suðurenda Tröllkonustígs. Gengið er upp greinilegan berggang (Tröllkonustíg) sem skásker hlíðina frá suðri, upp fjallið í norður. Gengið er upp í um 300 m. hæð (N65° 02.094 - W14° 58.338), þaðan er stefnan tekin í n.n.a átt, út gamla slóð á Lynghjalla sem er gróinn klettahjalli, í áttina að Bessastaðaárgili. Þegar komið er út undir gilið (N65° 03.126 - W14° 57.482) er sveigt t.h. og gengið að mestu niður eftir greinilegum slóða (raflína í jörðu) niður að þremur vörðum á klettahjalla fyrir neðan. Gengið er áfram með rafmagnsgirðingu, inn fjallið. Fylgið girðingunni og farið varlega niður klettana rétt innan við, þar sem girðingin liggur niður klettana. Fylgið síðan skógargirðingunni niður að Skriðuklaustri. Þar er príla yfir girðinguna við veginn og þaðan er gengið áfram inn í Végarð, reiðvegur er fyrir neðan veginn. Tilvalið er að stytta gönguna um rúmlega 2 km. með því að klára gönguna við Skriðuklaustur og einn úr fjölskyldunni fer og sækir bílinn í Végarð.

Athugið að hægt er að ganga út að Bessastaðaárgili upp í fjallinu (N65° 03.126 - W14° 57.482) í stað þess að sveigja niður að Skriðuklaustri, ganga svo niður með gilinu sem er mikilfengleg og fögur náttúrusmíð og niður að Melarétt. Fara skal varlega við djúpt og bratt gilið .

Powered by Wikiloc
© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: