Hengifoss Gistihús

Um okkur

Undir hinu fagra Valþjófsstaðafjalli við Tröllkonustíg stendur Hengifoss gistihús við Végarð í Fljótsdal. Dalurinn er með veðursælli stöðum landsins. Boðið er upp á gistingu í tveggja til fjögurra manna herbergjum með uppábúnum rúmum með sér baðherbergi. Nokkur herbergi eru með eldunaraðstöðu. Einnig er í húsinu salur með kamínu þar sem gestir geta notið morgunverðar og kvöldverðar. Kvöldverð er hægt að fá frá 18. júní til loka ágúst og morgunverð alla morgna sé þess óskað.

Þá er hægt er að fá gistingu í herbergjum með sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi. Við bjóðum jafnframt upp á svefnpokagistingu í sér herbergjum með rúmum. Hjá okkur er líka fullbúið tjaldstæði með rafmagni, góðri snyrtingu, grillaðstöðu og leiksvæði. Aðstaðan okkar hentar vel fyrir brúðkaup, ættarmót, starfsmannaferðir og minni fundi. Félagsheimilið Végarður er á sama stað og þar má leigja stærri sal.

Aðstaðan okkar hentar vel fyrir brúðkaup, ættarmót, starfsmannaferðir og minni fundi. Félagsheimilið Végarður er á sama stað og þar má leigja stærri sal.

Hengifoss Gistihús
701 Egilsstaðir
+(354) 869 6798
info@hengifossguest.is
www.hengifossguest.is

GPS: N 65.025640 - W 14.973506


© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: