Holt og heiðar

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 01

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 02

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 04

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 05

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 08

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 09

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 07

  • Hengifoss Hallormsstadur Holtogheidar 06

+(354) 894 8589
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Um okkur

Holt og heiðar sækir efnivið í framleiðslu sína í náttúru Íslands. Hráefnið er einkum sótt í skógana og nágrenni þeirra. Við söfnum rabarbara, birkisafa og laufum, sveppum, rifsberjum og hrútaberjum, grenisprotum og fleiru sem við nýtum í framleiðsluna. Allar vörur fyrirtækisins eru án viðbættra hleypiefna, litarefna og rotvarnarefna. Megináhersla er lögð á að hráefnið sé íslenskt en svo notum við lífrænt vottaðan hrásykur frá Kaja-organic á Akranesi í sultur og síróp.

Holt og heiðar ehf. er með starfsaðstöðu á Hallormsstað. Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og komu fyrstu vörurnar í sölu í júní 2010.

Vörurnar sem við framleiðum eru: Birkisíróp, hrútaberjasíróp, rabarbarasíróp, grenisíróp, rabarbarasulta með og án vanillu, hrútaberjasulta, rifsberjasulta, þurrkaðir lerki- og furusveppir, birki og lerkisveppasalt og ýmislegt fleira.

Eigendur eru Bergrún Arna Þorsteinsdóttir garðyrkjufræðingur og hjónin Guðný Vésteinsdóttir og Þórólfur Sigjónsson matreiðslumaður, en þau eiga og reka einnig Sveitasetrið Hofsstaði (Country Hotel) í Skagafirði.

Næstu sölustaðir: Klausturkaffi, Snæfellsstofa, Nettó Egilsstöðum og Hús handanna Egilsstöðum.
© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: