Bjargselsbotnar

  • Bjarg 5

  • Imagejpeg

Um Bjargselsbotna

Upphaf göngu er við Hallormsstaðaskóla (Húsó) og er farið upp slóð fyrir ofan skólann. Genginn er hringur eftir stikaðri leið (ljósgrænar stikur) upp í gegnum skóginn og sveigt út í Botnana sem liggja undir Hallormsstaðabjargi. Frá Leirtjörn er haldið niður Illuskriðu með tignarlegt bjarg á vinstri hönd, niður á Leirtjarnarhrygg með góðu útsýni yfir Hallormsstað. Þaðan liggur leiðin áfram niður skógarstíg til baka niður að skólanum.

Um 4 ½ km.og u.þ.b. 2 ½ tíma gönguhringur fyrir fjölskyldu.

© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: