Kárahnjúkavirkjun er stærsta vatnsaflsvirkjun landsins (690 MW). Stíflan við Hafrahvammagljúfur er hæsta grjótstífla í Evrópu og hægt að keyra og ganga yfir hana.
Landverðir Vatnajökulsþjóðgarðs veita fræðslu við Kárahnjúkastíflu fimmtudaga og laugardaga frá kl. 13-17, á tímabilinu 18. júní - 29. ágúst 2020, og segja gestum frá framkvæmdum og náttúrunni.