Snæfellsstofa

  • Hengifoss Snaefellsstofa House 02

  • Hengifoss Snaefellsstofa Exhibit 01

  • Hengifoss Snaefellsstofa Exhibit 04

  • Hengifoss Snaefellsstofa Exhibit 05

  • Hengifoss Snaefellsstofa Exhibit 08

  • Hengifoss Snaefellsstofa Exhibit 10

  • Hengifoss Snaefellsstofa Giftshop 01

  • Hengifoss Snaefellsstofa Ranger 01

Um okkur

Snæfellsstofa er gestastofa fyrir austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og upplýsingamiðstöð. Í Snæfellsstofu er sýningin Veraldarhjólið sem fjallar um hringrás og mótun náttúrunnar. Sýningin leggur áherslu á samspil gróðurfars og dýralífs á austursvæði þjóðgarðsins. Við hönnun hennar var lögð áhersla á að börn gætu snert, lyktað og prófað sig á ýmsum sýningarmunum.

Minjagripaverslun er í gestastofunni með áherslu á vörur úr heimabyggð og nágrannasveitum þjóðgarðsins. Einnig eru til sölu lífrænt kaffi, te og léttar veitingar. Gestastofan er staðsett á Skriðuklaustri rétt sunnan við afleggjarann upp á Snæfellsöræfi. Aðgengi er fyrir fatlaða.

Snæfellsstofa var opnuð sumarið 2010 og er hún fyrsta vistvænt vottaða bygging landsins samkvæmt breska umhverfisstaðlinum BREEAM.

Vatnajökulsþjóðgarður

Vatnajökulsþjóðgarður er einn stærsti þjóðgarður í Evrópu, um 14.000 km2. Sérstaða hans á heimsvísu felst í fjölbreytilegum landslagsformum sem samspil eldvirkni og jökla hefur skapað.

Snæfellsstofa
701 Egilsstaðir
+(354) 470 0840
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
www.vjp.is

GPS: N 65.043391 - W 14.950139

Opnunartími
Maí: Virka daga 10-15 / Helgar 12-17
Júní / Júlí / Ágúst: Alla daga 10-17
September: Virka daga 10-15 / Helgar 12-17

Á vetrartíma er opið eftir samkomulagi, þ.e. gestir geta haft samband með fyrirvara og verður þá reynt að bregðast við því.


© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: