Laugarfell er í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs, rétt norðan við Snæfell, aðeins 74 km frá Egilsstöðum. Gistirými fyrir 28 og boðið upp á morgunverð og kvöldmat. Einnig er hægt að fá léttar veitingar og nestispakka.
Tvær heitar náttúrulaugar, skemmtilegar gönguleiðir og fjöldi fagurra fossa. Opið daglega frá 1. júní og út september en utan þess geta hópar alltaf pantað þjónustu.
Náttúrulaugar
Í Laugarfelli eru tvær náttúrulaugar með mismunandi hitastigi og samkvæmt gömlum sögnum þá eru þær gæddar lækningarmætti. Eftir góða gönguferð er ekkert betra en að slaka á í heitri náttúrulaug.
Náttúrulaugarnar eru opnar til 23:00 fyrir næturgesti.
Náttúrulaugarnar eru opnar til 21:00 fyrir þá sem ekki gista.
Fyrir þá sem ekki gista kostar 1.500 krónur á mann í laugarnar og 500 krónur fyrir 13 ára og yngri.
Ekki er leyfilegt að fara með glerílát í laugarnar.
Laugarnar geta verið hálar.
Allir laugagestir þurfa að fara í sturtu áður en farið er í laugarnar.
Alla mánudagsmorgna er stærri laugin tæmd og þrifin. Þá er aðeins minni laugin í boði til klukkan 14:00