Skriðuklaustur

  • Hengifoss Skriduklaustur Entrance 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Gallery 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Giftshop 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Museum 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Museum 04

  • Hengifoss Skriduklaustur Museum 06

  • Hengifoss Skriduklaustur Outdoor 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Ruins 01

Um okkur

Sögustaður með rústum miðaldaklausturs frá 16. öld. Menningarsetur í húsi Gunnars Gunnarssonar skálds sem byggt var 1939. Sýningar og persónuleg leiðsögn alla daga frá apríl og fram í október. Aðgangur kr. 1100, 16 ára og yngri frítt. Persónuleg leiðsögn innifalin. Veitingastaðurinn Klausturkaffi er á neðri hæð hússins.

Klausturminjar

Á Skriðuklaustri geturðu skoðað og gengið um klausturminjar frá 16. öld. Þá stóð þar Ágústínusarklaustur sem var stofnað mun seinna en önnur íslensk miðaldaklaustur eða um 1493. Það starfaði aðeins í rúm 60 ár, fram að siðaskiptum 1550.

Sumarið 2000 var reynt að staðsetja klausturrústirnar og fundust þær í útjaðri friðlýsts kirkjugarðs, skammt neðan Gunnarshúss. Árið 2002 tók síðan við tíu ára fornleifarannsókn og uppgröftur sem leiddi í ljós mikla klaustursögu. Í dag eru minjarnar aðgengilegar öllum og í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og sýndarveruleiki sem sýnir byggingarnar eins og þær kynnu að hafa litið út fyrir 500 árum.

Skriðuklaustur
+(354) 471 2990
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
www.skriduklaustur.is

GPS: N 65.041417 - W 14.953272

Opnunartími
Apríl & Okt, 12:00 - 16:00
Júní - Ágúst, 10:00 - 18:00
Maí & Sept, 11:00 - 17:00

Að vetrarlagi er opnunartími óreglulegur.
Leitið upplýsinga. / Open occasionally in winter. Ask for information.


© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: