Skriðuklaustur

  • Hengifoss Skriduklaustur Entrance 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Gallery 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Giftshop 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Museum 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Museum 04

  • Hengifoss Skriduklaustur Museum 06

  • Hengifoss Skriduklaustur Outdoor 01

  • Hengifoss Skriduklaustur Ruins 01

Um okkur

Skriðuklaustur er merkur sögustaður í Fljótsdal, ekki síst þekktur fyrir stórhýsið sem rithöfundurinn Gunnar Gunnarsson (1889-1975) byggði þar árið 1939. Frá aldamótum hefur Gunnarshús verið opið sem menningar- og fræðasetur með fjölbreyttum viðburðum og sýningum. Þar hægt að skoða safn um skáldið og njóta persónulegrar leiðsagnar um ævi Gunnars og húsið sjálft sem var gefið íslensku þjóðinni árið 1948. Húsið er friðað en það er teiknað af þýska arkitektinum Fritz Höger.

Aðgangur kr. 1100, 16 ára og yngri frítt. Persónuleg leiðsögn innifalin. Veitingastaðurinn Klausturkaffi er á neðri hæð hússins.

Klausturminjar

Á Skriðuklaustri geturðu skoðað og gengið um klausturminjar frá 16. öld. Þá stóð þar Ágústínusarklaustur sem var stofnað mun seinna en önnur íslensk miðaldaklaustur eða um 1493. Það starfaði aðeins í rúm 60 ár, fram að siðaskiptum 1550.

Sumarið 2000 var reynt að staðsetja klausturrústirnar og fundust þær í útjaðri friðlýsts kirkjugarðs, skammt neðan Gunnarshúss. Árið 2002 tók síðan við tíu ára fornleifarannsókn og uppgröftur sem leiddi í ljós mikla klaustursögu. Í dag eru minjarnar aðgengilegar öllum og í Gunnarshúsi er sýning um klaustrið og sýndarveruleiki sem sýnir byggingarnar eins og þær kynnu að hafa litið út fyrir 500 árum.

Skriðuklaustur
+(354) 471 2990
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
www.skriduklaustur.is

GPS: N 65.041417 - W 14.953272

Opnunartími
Apríl & Okt, 12:00 - 16:00
Júní - Ágúst, 10:00 - 18:00
Maí & Sept, 11:00 - 17:00

Að vetrarlagi er opnunartími óreglulegur.
Leitið upplýsinga. / Open occasionally in winter. Ask for information.


© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: