Hafursá Gistihús

Um okkur

Ferðaþjónustan Hafursá er staðsett á gamla bóndabýlinu Hafursá sem liggur í útjarði Hallormsstaðarskógar. Friðsæld og fegurð er ríkjandi þáttur umhverfisins, fuglalífið og kyrrðin í skóginum.

Kortlagðir göngustígar um skóginn eru gifurlega vinsælir. Stórkostlegt útsýni yfir Lagarfljótið yfir til Fella og Fljótdals. Fyrir botni Lagarins rís Snæfellið, 1830 m - hæsta fjall landsins utan Vatnajökuls.

Gestgjafarnir búa á staðnum - ávalt til þjónustu reiðubúin.

Ferðaþjónustan býður upp á tvö sumarhús 40m2. Hvort hús getur hýst 4-6 gest. Húsin eru búin öllum tækjum og tólum sem til þarf til að bjarga sér í mat og gistingu s.s. eldavél,útigrill, ískápur,sjónvarp. Uppbúin rúm, baðherbergi með sturtu, útihúsgögn á palli.

Einnig eru tvær tveggja herberga íbúðir í íbúðarhúsinu, hvor með sér inngangi. Miðhæð sem rúmar 7-8 gesti og loftíbúð sem rúmar 4-6 gesti. Báðar íbúðirnar eru með sambærilegum búnaði og sumarhúsin .

Sameiginleg þvottavél og þurkari eru til afnota fyrir gesti Internet er bæði í bústöðum og íbúðum.

Hafursá
701 Egilsstaðir
+(354) 893 1428
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
www.farmholidays.is

GPS: N 65.125535 - W 14.690759


© 2019 / Ferðaklasi Upphéraðs

For more information on Austurland: