Notaleg gisting í sveitinni, staðsett 18 km frá Egilsstöðum - 8 km frá Hallormsstað
Í Mjóanesi eru 2 bústaðir með wc og vask, rúm fyrir allt að 4 í hvoru húsi. Sturturnar eru í þjónustuhúsi nokkrum metrum frá ásamt eldhúsi/setustofu. Við hliðina á þjónustuhúsinu er heitur pottur og gufa en í gömlu hlöðunni er poolborð og píluspjald,
Á neðri hæð í íbúðarhúsinu eru 3 herbergi, 2 sameiginleg baðherbergi og eldhús.
Samtals er gisting fyrir 14 manns á staðnum og hafa allir jafnan aðgang að heita pottinum, sánunni og hlöðunni. Skemmtilegar gönguleiðir eru á svæðinu.